Útgáfa - Sérrit
CE-merkingar fyrir viðarvinnslur
Ágrip verkefnisins
Verkefnið CE merkingar fyrir viðarvinnslur sem vinna með íslenskan efnivið, hlaut vilyrði fyrir styrk úr úthlutun Asksins að fjárhæð 4.000.000,- kr
Við upphaf verkefnisins má spyrja viðeigandi spurninga. Vitum við til hvers við stundum nytjaskógrækt? Hvernig er þekking Íslendinga á timburgæðum í dag? Erum við algjörir nýgræðingar?
Við höfum þekkingu á því hvernig við nýtum timbur, frá því fyrstu landnámsmennirnir komu frá Noregi og fram til dagsins í dag, í því hvernig flokka á timbur og umgangast það.
Þegar við hófum að byggja alvöru timburhús fengum við timbur af góðum gæðum frá Noregi (Katalóghúsin komu frá Noregi) og þekking hérlendis á gæðatimbri efldist til muna.
Síldin kom og síldarkaupmenn gerðust timburkaupmenn á nítjándu öldinni. Rússatimbrið, svo kallaða, var haft í vöruskiptum án þess að nokkrar kröfur væru gerðar til gæða. Þekking á timbri og flokkun fór dvínandi í kjölfarið.
Timbur var flutt inn frá Kanada upp úr 1960 og timburflutningar frá Eistlandi og Lettlandi hófust um 1985. Upp frá því voru gerðar úrbætur á eftirliti með timburgæðum

Rétt notkun á timbri
Hér neðar er svo listi yfir sérrit um timburmálefni.
Ritið Rétt notkun á timbri kom fyrst út árið 1991 (forsíðan hér vinstra megin) en var endurútgefið árið 2002 (forsíðan hægra megin).
Ritið er 34 blaðsíður að stærð og inniheldur mikið af skýringarmyndum með textanum og er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um rétta notkun á timbri sem er eitt mikilvægasta og vinsælasta byggingarefnið á jörðinni.
Ef smellt er á hlekkinn hér að ofan opnast ný síða með efnisyfirlit ritsins og mynd af húsi um val á efni.

Sérrit um timburmálefni
Sérrit um viðartegundir
Ýmis sérrit
- Styrkflokkun timburs - INSTA 142. útg. 1998. Rit þetta fjallar um útlitsstyrkflokkun á timbri fyrir burðarvirki samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142.
- Yfirlit um styrkkröfur timburs. Útg. 1999.
- Fingurskeytt timbur fyrir burðarvirki. Útg. 2000.
- Burðarviður - Notkun - Eiginleikar - Staðlar. Útg. 2015.
- Timburklæðningar - Dæmi. Útg. 1996
- Parket (Stafagólf). Útg. 1985
- Parket. Útg. 2016
- Rb blöðin um viðartegundirnar eru nú líka á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands var lögð niður.