treprox námskeið 2021

TreProX námskeið á Íslandi í október 2021

Hluti af TreProX verkefninu er að halda námskeið varðandi markmið verkefnisins, sem er að búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu.

Fyrsta námskeiðið var haldið á Íslandi 10. til 16. október 2021 og fóru fyrirlestrarnir fram hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og  að Reykjum í Ölfusi.

Verklega kennslan, sem var gæðaflokkun á timbri samkvæmt bókinni Gæðafjalir – Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám, var svo haldin í sögunarmyllu Skógræktarinnar að Skriðufelli í Þjórsárdal í umsjón Svíans Tomas Ivarsson sem er einn af höfundum bókarinnar Gæðafjalir og Eiríks Þorsteinssonar sem þýddi bókina úr sænsku. Þátttakendur á námskeiðinu voru fjörtíu, flestir frá Íslandi en einnig frá Danmörku og Svíþjóð.

Nánari lýsingu á námskeiðinu má lesa um á vef Skógræktarinnar.

Síðan voru haldin námskeið í Svíþjóð í lok maí 2022 og í Danmörku í september 2023 og fóru þá  íslensku þátttakendurnir af þessu námskeiði þangað.

Nánari upplýsingar um öll námskeiðin í máli og myndum má sjá á heimasíðu verkefnisins TreProX:  www.treprox.eu