Styrkflokkun

Styrkflokkun á timbri - Burðarvirki

Til að ná árangri á sviði timburgæða þurfum við að fylgja stöðlum og kröfum sem eru gerðar til að uppfylla öryggi og upplýsingum um gæði vörunnar.

Timburafurðum sem eru nýttar í mannvirkjagerð er skipt í tvo flokka. Annars vegar afurðir sem eru nýttar fyrir burðarvirki og hins vegar timbur þar sem útlit skiptir máli.

Timbur sem er notað í burðarvirki er merkt með CE merkinu og táknar merkið að framleiðandinn hafi rétt til þess að styrkflokka timbur og sé viðurkenndur af faggildum úttektaraðilum.

Engin vottunarstofa hér á landi hefur rétt á því að veita fyrirtækjum leyfi til að CE votta íslenskt timbur þar sem þær hafa ekki faggildingu til þess. Vonandi verður búið að leysa það þegar nær dregur þeim áfanga að skógarbændur hér á landi fari að selja timbur sem burðarvið. 

Burðarviður er flokkaður eftir tveimur stöðlum. Annars vegar er það svo kallað vélflokkað timbur og hins vegar sjónflokkað timbur. Styrkur vélflokkaðs timburs er mælt í vél með niðurbeygju samkvæmt staðlinum ÍST EN 519:1995 og styrkurinn ákveðinn út frá niðurbeygjunni samkvæmt staðlinum ÍST EN 338:2016.

Sjá einnig Rb blöðín Fingurskeytt timbur fyrir burðarvirki , Styrkflokkun timburs og Yfirlit um styrkkröfur timburs

Sjónflokkaður burðarviður er flokkaður samkvæmt ÍST INSTA 142:2009.

Þessar tvær flokkunaraðferðir eiga eingöngu við um barrtré. Lauftré eins og t.d. ösp eru ekki styrkflokkuð samkvæmt þessum stöðlum vegna annarra eiginleika og einkenna en barrtré.

Verið er nú 2020 að undirbúa staðal fyrir styrkflokkun á ösp. Staðallinn verður eflaust í samræmi við sambærilega staðla sem Frakkar og Þjóðverjar nota fyrir burðarþol á lauftrjám. Verið er að vinna rannsóknarverkefni þar sem gerðar verða tilraunir þar sem styrkleiki aspar er prófaður og í framhaldi af því ef styrkur reynist í lagi verður staðall samþykktur fyrir burðarvið úr ösp.