Grágeit og mygla
Grámi á yfirborði og/eða mygla eða djúp grágeit
Þegar réttar aðstæður (jafnvægisraki og hiti) eru til staðar á yfirborði timburs, getur grámi á yfirborði
og/eða mygla myndast.
Grámi á yfirborði og/eða mygla virðist vera vaxandi síðustu árin sem má leita til eftifarandi ástæðna:
- Aukinnar umræðu um myglu.
- Nýrra tegunda á yfirborðsmeðhöndlun og málningu ásamt afleiðingu af afnámi af áður þekktum árangursríkum
efnum mót myglu. - Rangrar notkunar og meðferðar á timbri í byggingum.
- Ónógs viðhalds.
Hvað er grámi á yfirborði og/eða mygla?
Grámi á yfirborði og/eða mygla er stór hópur af myglu, sem er ekki sérstaklega vel skilgreindur. Það eru til meira en 100.000 tegundir. Í náttúrunni finnast myglusveppir sem valda gráma á yfirborði og/eða myglu alls staðar, í jörðinni á lífrænu efni og einnig á efni sem er ekki lífrænt eins og til dæmis gler, járn, steinsteypa og plastik. Grámi á yfirborði og/eða mygla getur vaxið hvar sem er bara ef það er raki og næring (lífrænt efni) til staðar.
Enginn grámi á yfirborði og/eða mygla ef það er ekki raki.
Timbur sem er utanhúss verður venjulega fyrir gráma og/eða myglu á yfirborðinu ef það er ekki yfirborðsmeðhöndlað t.d. sperruendar, klæðningar, pallar og þess háttar. Til að grámi á yfirborði og/eða mygla geti vaxið, þarf að vera rétt magn af raka og hita á yfirborðinu.
Grámi og/eða mygla getur vaxið á yfirborði þegar hiti er á milli 0°C og 50°C. Rannsóknir hafa sýnt að grámi á yfirborði og/eða mygla getur byrjað að myndast ef loftraki er 75%. Mikilvægasta atriðið sem hefur áhrif á vöxt gráma á yfirborði og/eða myglu er:
- Viðarrakinn, þar er átt við jafnvægisraka og raka á yfirborði.
- Hiti.
- Tíminn sem sem timbrið verður fyrir áhrifum raka.
- Loftun.
Timbur sem verður fyrir stuttum áhrif af háum loftraka þar sem tréð getur gleypt í sig rakann mun grámi á yfirborði og eða mygla ekki ná að vaxa.
Hár hiti upp að 50°C mun auka hraðann á vexti, þegar rétt rakastig er til staðar. Auk þess munu náttúrulegir eiginleikar timburtegunda hafa áhrif til að verjast gráma á yfirborði og/eða myglu.
Milt haust og vetur eru góðar aðstæður til að grámi og eða mygla vaxi á yfirborði timburs. Það er mjög áríðandi að þess sé gætt að timbur sem á að nota í byggingar sé varðveitt hreint og þurrt á byggingartímanum, þ.e.a.s þegar það er í geymslu og þegar unnið hefur verið úr því. Timbur sem dregur auðveldlega í sig raka, á hættu á því að fá í sig gráma eða myglu í yfirborðið.
Hvenær er grámi og mygla á yfirborði vandamál?
Hér verður að greina á milli gráma og/eða myglu í timbri inni í íbúðum eða úti.
Timbur sem er úti og er útsett af gráma og/eða myglu er fagurfræðilegt vandamál, en getur verið fyrsta þrep í niðurbroti á timbrinu. Það er og hefur alltaf verið grágeit og eða mygla í timbri sem er úti en það er ekkert heilbrigðisvandamál.
Ómeðhöndlað timbur í byggingar verður oft fyrir rakaáhrifum og einnig ef það er notað timbur sem ekki hefur verið þurrkað. Við þannig aðstæður getur grágeit og/eða mygla myndast á yfirborðinu á byggingartímanum. Þegar þetta timbur þornar deyr myglan og kemur ekki aftur.
Það er engin ástæða til að berjast við myglu ef hún er ekki á sjáanlegum fleti, t.d. undir þaki fyrir ofan einangrun og við þessháttar forsendur að hún er ekki í sambandi við inniloftið.
Timbur utandyra er venjulega grunnað með yfirborðsefni og málningu sem hindrar myglu og/eða grágeit.
Hvernig hreinsar maður myglu og/eða grágeit af timbri utandyra?
Mislitun á útveggjum eða pöllum sem er málað eða ómeðhöndlað er hægt að hreinsa með háþrýstitæki. Háþrýstitækið getur fjarlægt myglu á yfirborði en ekki mislitun vegna grágeitar.
Hreinsunin hefur ekki lagvarandi áhrif. Ef það er mikil mislitun, er hægt að notast við klórblöndu þar sem er blandað 4% klór. Einnig er hægt að nota Rodalon. Klór og Rodalon duga ekki til lengri tíma. Á hinn hreinsaða flöt þarf að bera yfirborðsefni sem hindrar myglu og/eða grágeit.
Athuga skal að ef viðarraki er lægri en 15% fer sveppurinn í dvala.