útlitsflokkun

Útlitsflokkun á timbri

Timburafurðir sem eru nýttar í mannvirkjagerð skiptast í tvo flokka, annars vegar afurðir sem eru nýttar fyrir burðarvirki og hins vegar timbur þar sem útlit skiptir máli.

Timburafurðir eru flokkaðar samkvæmt flokkunarkerfi sem á Norðurlöndum er kallað viðskiptaflokkun og fjallað er um í bókinni Handelssortering av trävaror. Flokkarnir sem eru gefnir upp í bókinni spegla annars vegar einsleita eiginleika og einkenni barrtrjáa og hins vegar getu sögunarmylla til að framleiða í stöðugum gæðum og afgreiða timburafurðir sem uppfylla kröfur og eftirspurn neytandans samkvæmt útliti eða styrk. Á Norðurlöndum gildir þetta um viðartegundirnar skógarfuru (Pinus sylvestris) og rauðgreni (Picea abies).

Ofangreind bók hefur verið þýdd yfir á íslensku og kallast Gæðafjalir – Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám. Þar gilda flokkunarreglurnar einnig um viðartegundirnar stafafuru (Pinus contorta), sitkagreni (Picea sitchensis), evrópulerki (Larix decidua), síberíulerki (Larix sibirica) og rússalerki (Larix sukaczewii).

Staðlarnir sem viðskiptaflokkunin er byggð á eru:

Scroll to Top