Útlitsflokkun

Viðskiptaflokkun á timbri – Útlitsflokkun

Timburafurðir sem eru nýttar í mannvirkjagerð skiptast í tvo flokka, annars vegar afurðir sem eru nýttar fyrir burðarvirki og hins vegar timbur þar sem útlit skiptir máli og við köllum útlitsflokkað timbur.

Timburafurðir þar sem útlitið ræður en styrkleiki skiptir ekki máli, er flokkað eftir flokkunarkerfi sem er kallað viðskiptaflokkun á timbri. Flokkarnir sem eru gefnir upp í viðskiptaflokkun á timbri spegla annars vegar einsleita eiginleika og einkenni skógarafurða og hins vegar getu sögunarmylla til að framleiða í stöðugum gæðum.

Flokkunarkerfið viðskiptaflokkun á timbri sem er notað á Norðurlöndum sýnir möguleika hjá sögunarmillum til að aðlaga og afgreiða timburafurðir sem uppfylla kröfur og eftirspurn neytandans.

Viðskiptaflokkun á timbri er grunntónninn við timburflokkun á Norðurlöndun.

Norræna viðskiptaflokkunin fjallar um flokkun á barrtrjám sem eru tegundirnar fura –> Pinus sylvestris og greni –> Picea abies.

Á Íslandi bætast eftirtaldar tegundir einnig við: Evrópu-, Síberíu- og Rússalerki og sitkagreni – Picea sitchensis.

Staðlarnir sem viðskiptaflokkunin er byggð á eru:

  • SS-EN 844:2019 Trévörur – Hugtök SIS 2019.
  • SS-EN 1313-1:2010 Trévörur – Þversnið á söguðu timbri – Hluti 1: Barrtré, SIS forlag AB, 2010.
  • SS-EN 1611-1A1:2002 Trévörur – Sjónflokkun á viðskiptaflokkuðu söguðu timbri úr timbri – Hluti 1: Evrópu greni, silfurgreni, furu, doglas furu, SIS forlag AB, 2000.
  • SS-EN 1611-1:1999 Trévörur – Sjónflokkun á viðskiptaflokkuðu söguðu timbri –Hluti 1: Evrópu greni, silfurgreni, fura, douglas fura og lerki, SIS forlag AB, 2002.
  • SS-EN 14298:2017 Sagað timbur – Mat á þurrkgæðum, SIS forlag AB, 2017.
  • Norræna timburorðasafnið fyrir timburiðnaðinn – barrtré, Trätek, 2000.