This publication was supported by the Erasmus+ Programme of the European Commission.
The European Commission support for the production of this publication does not constitute an endorsement of the contents which reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsi¬ble for any use which may be made of the information contained therein

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.
Miðlun þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

This project aims to create the foundation for an emerging small-scale, forest-based industry in Iceland by learning from experiences of other Scandinavian partners. 

The Agricultural University of Iceland and the Iceland Forest Service have followed closely the forest development in Iceland over past decades. The history of forestry in Iceland is rather short since the first woods were only planted about 100 years ago. But growing timber for harvesting only began around the 1980s, when farmers started planned forestry with governmental support schemes. 

Today – 40 years later it has become an urgent matter to formulate and implement coordinated quality assessment guides for the main tree species used in Icelandic forestry. 

The creation of wood-processing knowledge on an Iceland-specific level will be the foundation to kick off this development. Wider possibilities of using Icelandic quality timber will also serve to make the forest industry more sustainable. Therefore a main outcome of this innovative project will be to build up wood-processing education in Iceland and furthermore transfer and adapt existing European timber standards to Icelandic circumstances in close cooperation with experienced partners from countries with a long wood processing history (Sweden and Denmark).

The exciting training and teaching materials from Denmark and Sweden will be updated and adapted to Icelandic circumstances. All of the materials will be adjusted to digital learning principles. 

Further project outcome will be the revision of a curriculum that enables the transfer of Icelandic lessons learned from kickstarting commercial timberlands to third countries who are facing similar challenges.

Á heimasíðu Rannís undir Úthlutun styrkja til Erasmus+ samstarfsverkefna árið 2019 kemur eftirfarandi fram undir Starfsmenntun:

“Titill verkefnis: TreProX, Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing (Nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð)
Verkefnisstjóri: Landbúnaðarháskóli Íslands
Styrkur: €284.868. – til 3ja ára
Stefnt er að því að búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu. Aðal áhersla er á samskipti og samnýtingu efnis til kennslu, nemenda- og kennara skipti og að búa til staðla og þekkingu fagaðila í viðarframleiðslu á Íslandi.”

Tilgangur verkefnisins er að styrkja stoðir þess timburiðnaðar sem er smám saman að verða til á Íslandi. Vinna að þessu verkefni hófst á þessu ári (2019) og stendur til ársins 2022. Verkefnið er leitt af fjölþjóðlegu teymi sérfræðinga frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem var umsóknaraðili verkefnisins og sér um verkefnisstjórn þess, Skógræktinni, Trétækniráðgjöf slf. (í stað Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands), Linnaeus háskólanum í Svíþjóð (Linneuniversitetet) og Háskólans í Kaupmannahöfn (Köbenhavns Universitet). Styrkur Erasmus+ til verkefnisins nam 40 milljónum króna eða 284.868 EUR.

Aðdragandinn var samkomulag um samstarf í gæðamálum viðarnytja sem gert var árið 2018 milli Skógræktarinnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur, fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands. Markmiðið með þessu samstarfi er að unnið verði samkvæmt stöðlum með þær íslensku trjátegundir sem nýta má til timburframleiðslu. Til að svo megi verða þurfa að vera fyrir hendi staðlar fyrir hverja og eina viðartegund. Úr varð að ráðist var í þetta evrópska samstarfsverkefni, TreProx, sem stendur fyrir„Innovations in Training and Exchange of Standards of Wood Processing“. 

Stefnt er að því að búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu. Aðal áhersla er á samskipti og samnýtingu efnis til kennslu, nemenda- og kennaraskipti og að búa til staðla og þekkingu fagaðila í viðarframleiðslu á Íslandi.

Landbúnaðarháskóli Íslands

Verkefnisstjórn TreProX er í höndum LBHÍ.

Hér má sjá umfjöllun um afhendingu bókarinnar Gæðafjalir á vef Landbúnaðarháskólans.

Hér má finna umfjöllun LBHÍ um TreProX verkefnið almennt.

Hér er tenging í ensku síðu TreProX þar sem finna má nánar upplýsingar um verkefnið og námskeiðin því tengdu.

Hér má finna upplýsingar og myndir frá TreProX námskeiðinu sem haldið var á Íslandi í október 2021.

Skógræktin

Hér má sjá umfjöllun um afhendingu bókarinnar Gæðafjalir á heimasíðu Skógræktarinnar.

Hér má finna lýsandi upplýsingar um TreProX námskeiðið sem var haldið á Íslandi í október 2021

Trétækniráðgjöf slf.

Helsta verkefni sem Trétækniráðgjöf slf. hefur séð um í TreProX er þýðing bókarinnar Gæðafjalir – Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám  úr sænsku.

Einnig umsjón verklegrar kennslu í gæðaflokkun samkvæmt bókinni Gæðafjalir á TreProX námskeiði sem haldið var á Íslandi í október 2021.

Einnig má finna upplýsingar um námskeiðið og myndband því tengdu undir TreProX í vallistanum hér efst á síðunni.