Flokkun á timbri

Nauðsynlegt er að flokka timbur eftir því hvar á að nota það.
Timbur sem á að nota í burðarvirki er styrkflokkað.
Timbur sem á að nota í aðra þætti er útlitsflokkað.

Meginmunurinn á  útlitsflokkun og styrkflokkun er sá að þegar flokkað er eftir styrk er ekki verið að meta hvort timbrið sé fallegt fyrir augað heldur hvort eiginleikar timbursins uppfylli kröfur hvers styrkflokks.

Við útlitsflokkun er eingöngu verið að meta fegurð efnisins fyrir augað.