Í Vallanesi tekur skilti úr heimaræktaðri ösp á móti gestum
Í Vallanesi reyna bændur að vera sjálfbærir um sem flest og ekki fyrir löngu var gestahús klætt með ösp úr skóginum og þá kviknaði hugmyndin um að byggja hús alfarið úr ösp.
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, byggði 50 fermetra veitinga- og móttökuhús sem er alfarið úr íslensku timbri árið 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt timbur er viðurkennt formlega sem burðarviður og þetta er sögulegt hús því þetta er fyrsta húsið sem er byggt úr burðarviði sem er alfarið íslenskur.
Hann þurfti að fá sérstaka skoðun á timbrið til að leyft yrði að byggja úr því. Öspin kemur að mestu leyti úr skógi sem plantað var í Vallanesi fyrir 29 árum.
Hér fyrir neðan má fylgja sögunni í myndum í eigu Eiríks Þorsteinssonar sem skoðaði og mat timbrið.
Sjá líka umfjöllun um húsið í fréttatíma Sjónvarpsins 9.7.2015 hér á síðum okkar.