Timburorðasafnið

Timburorðasafn sem unnið var í samvinnu Norðurlandanna má finna í Íðorðasafni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var íslenski hlutinn unninn af Eiríki Þorsteinssyni – Trétækniráðgjöf og er sá hluti eingöngu til í þessari netútgáfu.

Orðasafnið er ætlað fagmönnum sem eru í viðskiptum með timbur og miðast við skilgreiningar á hráefni, þ.e. hugtök og skilgreiningar fyrir barrtré. Hægt er að leita að orðum á dönsku, finnsku, íslensku, norsku eða sænsku og birtist þá skýringartexti á íslensku og svo viðkomandi orð á öllum hinum tungumálunum. Finna má í meðfylgjandi orðalista þau heiti og hugtök sem eru í safninu, í stafrófsröð á íslensku.

Notkun á timburorðasafninu

Orðasafnið er safn orða sem notuð eru um trjávörur úr barrtrjám.  Í orðasafninu eru skilgreind orð allt frá því að tréð er fellt, þegar verið er að vinna úr því og svo orð yfir hina ýmsu náttúrulegu og ekki náttúrulegu eiginleika þess. Orðasafninu er ætlað að gera notendum sínum fært að setja fram skilgreiningu á því hráefni sem hentar vörum þeirra og um leið á þann hátt að efnissalinn skilji það.  Til þess að þetta megi takast er orðasafnið uppbyggt á eftirfarandi hátt:

*  Orðalisti í númeraröð og stafrófsröð.
*  Skilgreiningar fyrir öll orð.
*  Mælireglur sem fjalla um meginreglu og aðra kosti.
*  Kröfur í tengslum við orð notaðar sem meginregla og aðrir kostir.

Það er nauðsynlegt að taka það fram að þetta orðasafn er ekki nýr staðall heldur verkfæri, þar sem greint er frá stöðlum og þeir tilgreindir.

Um skilgreiningar, mælireglur og kröfur

Þar sem skilgreiningar, mælireglur og kröfur eru í samræmi við Evrópustaðla er skrifað EN- ásamt númeri og kafla staðalsins. Þar sem skilgreiningar, mælireglur og kröfur eru í samræmi við bókina Nordisk Trä, er skrifað NT. Í skilgreiningum í tengslum við mælireglur og kröfur þar sem skrifað er prEN ásamt númeri vísar það í væntanlegan EN staðal. Þær mælireglur og kröfur sem eru tilgreindar til skilgreiningar eru valdar sem aðalreglur.  Það þýðir ekki að aðrar mælireglur og kröfur megi ekki nota sem aðalkröfur.  Ákvörðunin er alfarið í hendi notandans.

Uppsetning á gæðakröfum

Til að útbúa gæðakröfur fyrir ákveðin timburgæði verður að hafa það á hreinu hver endanleg timburgæði vörunnar eiga að vera. Endanleg vara má t.d. hafa mismunandi gerðir af kvistum og annað sem eðlilegt er timbri. Þetta þýðir að með hjálp orðasafnsins er búin til gæðalýsing á timbri fyrir endanlega vöru. Það er gert þannig að farið er í gegnum einstaka þætti orðasafnsins og þær skilgreiningar, mælireglur og kröfur notaðar, sem eru aðgengilegar fyrir samskiptin við timbursalann, en þó fyrst og fremst á þessu stigi til að gera gæðakröfur skýrar.

Þegar gæðalýsingin á endanlegri vöru er tilbúin, er hægt að vega og meta hvaða timburgæði munu vera hagstæðust fyrir vöruna. Uppbyggingin á gæðakröfunum er unnin eins og nefnt er að framan og það er hægt að nota lítinn eða mikinn orðaforða. Hin endanlega gæðalýsing er síðan bæði notuð við lokaúttekt hjá sögunarmyllunni og til eftirlits við móttöku í verksmiðju.