Flýtilisti
Hér er yfirlit yfir helstu síður sem eru á vefsíðunni okkar. Ef smellt er á hnappinn færist viðkomandi yfir á þá síðu.
Ráðgjöf
Ráðgjöf

Undir eru aðrar síður sem fjalla nánar um viðkomandi efni sem eru hér til hliðar og fyrir neðan.
Límtrésbitar úr íslensku timbri

Fjallað er um rannsóknarverkefni til að kanna nýtileika á íslensku timbri til timburframleiðslu og svo eru tengingar í margs konar greinar um límtré.
Þar er einnig tenging í síðu EB um framleiðsluna á límtré fyrir göngubrú yfir Þjórsá.
Forsíðan
Melaskólaverkefnið

Hér er fjallað um faglegar lausnir við varðveislu á útliti og gömlu handbragði þegar viðgerðir áttu sér stað á húsnæðinu og eldvarnarhurðir voru settar í.
Þurrkun á timbri

Hér er að finna glærur um þurrkun á timbri frá námskeiðinu
Fólkið á söginni frá 2021.
Flokkun á timbri

Nauðsynlegt er að flokka timbur eftir því hvar á að nota það, styrkflokka eða útlitsflokka.
Timbur sem er notað í annað en burðarvirki er flokkað og skilgreint eftir þörfum notandans og eru þeir flokkar skilgreindir í bókinni Gæðafjalir.
Útlitsflokkun/viðskiptaflokkun

Fjallað er um viðskiptaflokkun á timbri og staðlana sem flokkunin byggist á.
Fræðsla
Hér undir eru einnig tengingar í ýmsa fyrirlestra, ráðstefnur, blaðagreinar og viðtöl.
Einnig er hér undir tenglinum Fræðsla efst á síðnni að finna tengingar í ýmsar áhugaverðar greinar og vefsíður er tengjast timbri og timburvinnslu, sem eru ekki endilega aðgeingilegar í tenglunum hér undir.
Bókin Gæðafjalir er nú tengd undir
Flokkun á timbri

Á Norðurlöndum er nú notað nýtt flokkunarkerfi, kallað viðskiptaflokkun á timbri sem tryggir að sögunarmyllur framleiði timburafurðir sem uppfylla kröfur og eftirspurn neytandans.
Öspin í Vallarnesi

Veitinga- og móttökuhúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði var alfarið byggt úr íslensku timbri árið 2016.
TreProX

Hér er lýsing á samstarfsverkefninuTreProX – Innovations in Training and Exchange of standards for Wood Processing Landbúnaðarháskóli Íslands var umsjónaraðili verkefnisins sem styrkt var af Erasmus+ gegnum Rannís. Samstarfsaðilar LBHÍ voru Skógræktin og Trétækniráðgjöf á Íslandi og svo Kaupmannahafnarháskóli og Linné háskólinn í Svíþjóð.
TreProx námskeiðið á Íslandi

Hluti af TreProX verkefninu er að halda námskeið varðandi markmið verkefnisins, sem er að búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu.
Á síðunni má finna myndband frá námskeiðinu.
TreProX-Kennslusíðan Teaching Platform

Þessi síða var búin til með tengingar í efnið sem er á vefsíðum verkefnisins TreProX og með íslenskum þýðingum á efni hverrar einingar.
Ýmsar síður
Útgáfa - Sérrit

- Hér eru tenglar í margvísleg sérrit um timburmálefni.
- Efst á síðunni er CE-merking fyrir viðarvinnslur.
- Síðan um ritið Rétt notkun á timbri.
- Neðst eru listar yfir ýmis sérrit með tenglum í þau.
Rétt notkun á timbri

- Ritið var unnið af Eiríki hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í samvinnu við BYKO og Húsasmiðjuna og kom út á árunum 1991 og 2002.
- Þetta eru einungis upplýsingar um ritið og mynd af byggingu úr timbri og val á efni.
Timburorðalistinn

Hér er listi yfir þau orð og orðasamsetningar sem eru í timburorðasafninu í Íðorðabankanum hjá Árnastofnun.