Mygla

Mygla er mikilvægur hluti alls lífs og aðferð náttúrunnar við að brjóta niður lífræn efni. Þetta skulum við hafa í huga þegar við bölvum myglu. En þrátt fyrir að einhver mygla sé eðlileg er hægt að stýra því hvort hún fær að grassera í húsakynnum með tilheyrandi tjóni. Hiti og loftraki eru lykilþættir sem ráða því hvernig myglu farnast en þó að það, ásamt hönnun, skapi grundvöll myglu hafa aðrir þættir áhrif á umfang hennar og hvort tjón og heilsuskaði hlýst af.