Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt.
Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni.
Rannsóknarverkefni til að kanna nýtileika á íslensku timbri í timburframleiðslu (2019)
Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni.
- 10.01.2019 - Öll skýrslan - Samstarfsverkefni Límtré Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- 10.01.2019 - Verkefnið í hnotskurn - Útdráttur - Samstarfsverkefni Límtré Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- 09.05.2020 Umfjöllun um samstarfsverkefnið í grein á visir.is
- Saga um gæði timburvinnslu og hvernig á að saga - Fyrirlestur af málþingi fyrir skógarbændur 2019 - Glærur
- 16.01.2019 - "Tilraunavinnsla á límtré úr íslensku timbri" - Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 17.01.2019 - "Hefja tilraunavinnslu á límtré úr íslensku timbri" - Grein í Sunnlenska
- 28.01.2019 - "Viðskiptablaðið fjallar um límtrésvinnslu úr íslenskum viði" - Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 03.03.2019 - "Alíslenskt límtré í Landanum" - Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 12.09.2019 - "Alaskaösp sterkust af íslenskum viði " - Grein í Bændablaðinu
- 05.03.2020 - "Sjötíu metra trébrú yfir Þjórsá" - Grein af heimasíðu Skógræktarinnar.
- 11.05.2020 - "Límtrésbitar úr íslensku timbri" - Um teygjuþol aspar og prófanir. Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 17.12.2020 - "Fyrsta mannvirkið úr alíslensku límtré" - Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 12.04.2021 - "Íslenskt sitkagreni vottað til framleiðslu á límtré" Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 20.04.2021 - "Fyrstu vottuðu alíslensku límtrésbitarnir" - Grein á heimasíðu Skógræktarinnar.
- 29.04.2021 - "Fyrstu vottuðu alíslensku límtrésbitarnir" Grein á DFS.is, Fréttavef Suðurlands
Er hægt að gera límtré úr íslensku timbri?
Textinn hér fyrir neðan er sá sem fylgdi myndbandinu sem sýnt var í Landanum á RÚV 5.3.2019
„Rauði þráðurinn í þessu verkefni er umhverfismál,“ segir Logi Unnarson Jónsson ráðgjafi hjá Límtré/Vírneti. „Við gerum okkur alveg grein fyrir mikilvægi þessa verkefnis. Núna á t.d. að fara að stórauka skógrækt í landinu. Það gefur augaleið að það er mikill hagur í því að geta notað íslenskt timbur. Að sleppa við þungaflutninga frá Evrópu og bara byggja upp hér blómlega timburiðnað.“
Gerðar verða styrktarprófanir á íslenska límtrénu hjá Nýsköpunarmiðstöð og búist er við fyrstu niðurstöðum með vorinu.
Stór áfangi í íslenskri skógræktarsögu
Í Landanum á RÚV sunnudaginn 13.10.2019 var sýndur þáttur um timburvinnslu. Þetta var framhald þáttarins sem sýndur var í Landanum þann 05.03.2019 þar sem aðallega var fjallað um skógarhöggið Þjórsárdalnum og límtrésverksmiðjuna á Flúðum og það sem þar fer fram.
Í þessu myndbandi var verið að brjóta fyrstu límtrésbitana sem framleiddir eru úr íslenskum viði; furu, lerki og ösp og þeir bornir saman við erlenda grenið sem límtrésbitarnir eru venjulega búnir til úr og var sá hluti af myndbandinu tekinn á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Var þetta í fyrsta sinn sem ösp var prófuð sem burðarviður.
Það kom grein í Bændablaðinu 12.09.2019 um að alaskaöspin hafi komið best út úr prófunum og má lesa þá grein hér ofar á síðunni.
Límtré verður til úr íslensku timbri - Ferlið
Íslenskt límtré - Framleiðsla 2020 - Myndir frá Einari Bjarnasyni
Á þessari síðu Einars Bjarnasonar má skoða myndir um framleiðslu á límtré fyrir göngubrú yfir Þjórsá.