Trétækniráðgjöf slf.

þar sem Eiríkur Þorsteinsson býður upp á sérhæfða ráðgjafarþjónustu í sambandi við timbur og timburvinnslu.
Á þessari vefsíðu er leitast við að veita sem bestar upplýsingar um það sem viðkemur timbri og timburvinnslu.
Hér safnast upp fróðleikur en ekki daglegar fréttir.

Nokkuð nýtt?

27.3.2025: Fagráðstefna skógræktar 2025 fór fram á Hallormsstað dagana 26. og 27. mars sl. og bar heitið Frá plöntu til planka. Dagskrá ráðstefnunnar og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu Lands og skóga.
Eiríkur var með erindi seinni daginn sem bar heitið CE-vottun á timbri. Nánar má tengjast efninu á síðunni Fræðsla.

14.3.2025: Fyrsta verklega prófið í styrkflokkun á timbri fór fram föstudaginn 14. mars 2025 hjá Iðunni fræðslusetri og luku þá sex nemendur prófi í styrkflokkun á timbri fyrir burðarvirki.

10.03.2025: Nú er líka kominn flýtilisti, Yfirlitið undir forsíðunni þar sem nánari lýsing er á hverjum þætti. Yfirlitið í fellilista fyrir símaútgáfuna er að finna hér neðst á síðunni.

02.03.2025: Komið er plaggat með myndum af kvistum og öðrum eiginleikum timburs sem hefur áhrif í flokkun á timbri. Það er neðst á síðunni hjá bókinni Gæðafjalir.

29.01.2025: CE-merkingar fyrir viðarvinnslur.
Verkefnið er styrkt af Aski-mannvirkjasjóði. Útgáfa lokaskýrslu 29. janúar 2025. Skýrsluna má finna undir Útgáfa-Sérrit.

13.01.2025:Námskeið í Flokkun á timbri - Útlitsflokkun og styrkflokkun - netnámskeið
hófst hjá Iðunni fræðslusetri þann 13. janúar síðastliðinn. Námskeiðið fer eingöngu fram á netinu og lýkur svo með prófi/verklegri flokkun fyrir þau sem vilja öðlast réttindi til að styrkflokka timbur.
Sjá nánar á heimasíðu Iðunnar fræðsluseturs iðan.is

Kennsla fer fram með fyrirlestrum Eiríks Þorsteinssonar á myndböndum og samkvæmt bókinni Gæðafjalir-Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám og Rb blaði RNHi 1.01.2-1998.

Málþing um kolefnisbindingar og skógrækt – Haldið að Sólheimum vorið 2025
Í bígerð er að halda eins dags málþing um málefni kolefnisbindingar með skógrækt á skýran máta í vorið 2025. Málþingið verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og verður leitast við að kynna alla þætti sem eru í vinnslu varðandi málefnið, í hverju það felst og hverjir geti tekið þátt og haft áhrif og hverjir njóta góðs af.a

LogoMakr_6dg4zr

Flokkun á timbri

Timburafurðir sem eru nýttar í mannvirkjagerð skiptast í tvo flokka, annars vegar afurðir sem eru nýttar fyrir burðarvirki og hins vegar timbur þar sem útlit skiptir máli.

Timburafurðir eru flokkaðar samkvæmt flokkunarkerfi sem á Norðurlöndum er kallað viðskiptaflokkun og fjallað er um í bókinni Handelssortering av trävaror. Bókin hefur verið þýdd yfir á íslensku og kallast Gæðafjalir – Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám.

Flokkarnir sem eru gefnir upp í bókinni spegla annars vegar einsleita eiginleika og einkenni barrtrjáa og hins vegar getu sögunarmylla til að framleiða í stöðugum gæðum og afgreiða timburafurðir sem uppfylla kröfur og eftirspurn neytandans samkvæmt útliti eða styrk.

Flokkunin er verkfæri þar sem timbur er sagað og flokkað eftir eiginleikum timbursins.

Útgáfa - Sérrit

Hér eru upplýsingar og tengingar í útgefið efni sem við höfum unnið í samstarfi við aðra. Efnið hefur ýmist verið gefið út rafrænt eða á pappír eða hvort tveggja.

Má þar helst nefna CE-merkingar fyrir viðarvinnslur og ritið Rétt notkun á timbri þar sem til er mynd af byggingu úr timbri og dæmi um val á timbri og heiti eininganna.

Síðan eru sérritin þ.e.a.s. öll RB blöðin um viðartegundir og svo önnur sérrit sem eru mjög áhugaverð fyrir áhugamenn um timbur og timburvinnslu.

Myndir

Hér eru lógóin okkar og myndir sem varða verkin okkar, timbur og timburvinnslu.

Ráðgjöf

Hér eru ýmsar upplýsingar um verkefni sem Eiríkur hefur unnið við varðandi ráðgjöf við val og mat á timbri og vitnað er í skýrslur og greinar þar um.

Meðal annars er þar fjallað um:

* Límtrésbita úr íslensku timbri
* Melaskólaverkefnið
* Myglu
* Parket
* Þurrkun á timbri

Fræðsla

Fræðslan inniheldur ýmsar greinar sem Eiríkur hefur skrifað í blöð og flutt á fyrirlestrum en annað útgefið efni er undir Útgáfa.

Einnig eru hér tengingar í áhugaverðar vefsíður og annað efni sem tengist okkar málefnum.

Þar eru til dæmis tengingar í kennslusíðu TreProX verkefnisins á ensku en þar er fjallað um skógarumhirðu, sögun, þurrkun, staðla, timburvinnslu og verkefnið Grænni skógar.

Erasmus+ verkefninu sem hófst árið 2019 og fékk vinnuheitið TreProX og var þriggja ára verkefni, lauk árið 2023.
Trétækniráðgjöf slf. var að vinna í því í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktina, Landssamtök skógareigenda, Kaupmannahafnarháskóla og Linné háskólann í Svíþjóð.

Landbúnaðarháskólinn var umsóknaraðili verkefnisins og var umsjónaraðili þess og sá um verkstjórn. Sérstök heimasíða er fyrir verkefnið TreProX þar sem finna má allar upplýsingar sem varða verkefnið.

Bókin Gæðafjalir - Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám var fyrsta afurð verkefnisins.

Fyrsta námskeiðið (workshop) var haldið á Íslandi í október 2021, annað var haldið í Svíþjóð í maí 2022 og loks var það þriðja haldið í Danmörku í september 2022.

Sjá má myndir og myndbönd frá námskeiðunum á heimasíðu verkefnisins www.treprox.eu með því að smella á lógóið hér efst í þessum reit

Timburorðasafnið í Íðorðabankanum

Timburorðasafn sem unnið var í samvinnu Norðurlandanna má finna í Íðorðabankanum hjá Árnastofnun og var íslenski hlutinn unninn af Eiríki Þorsteinssyni – Trétækniráðgjöf og er hann eingöngu til í þessari netútgáfu.

Trétækniráðgjöf slf.

Tengsl

Trétækniráðgjöf slf.
Laugarásvegur 47
104 Reykjavík

Sími: 892 1248

Netfang: timbur “hjá” timbur.is
www.timbur.is

Banki: 515-26-680212
Kt. 680212-2010
Vsk. 110380

Contact Info

Wood Technology 
Laugarásvegur 47
IS-104 ReykjavíkIceland

Telephone: +354 892 1248

E-mail: timbur “at” timbur.is
www.timbur.is

Bank Information: IBAN:
IS03 0515 3871 2172 6802 1220 10

Myndir

Hér eru lógóin okkar og myndir sem varða verkin okkar, timbur og timburvinnslu.

Scroll to Top