Þann 20. ágúst 2025 var haldinn fundur í Végarði í Fljótsdal þar sem mættir voru timburframleiðendur á Austurlandi sem saga timbur úr íslenskum skógum, skógarbændur, bæjarstjórar og byggingafulltrúar á Austurlandi ásamt þeim Hlyni Gauta Sigurðssyni og Eiríki Þorsteinssyni sem eru verkefnastjórar í HMS-Asks verkefninu „CE-merkingar fyrir viðarvinnslur“
Markmið fundarins var að gera grein fyrir stöðu verkefnisins CE-merkingar fyrir viðarvinnslur og leggja drög að stofnun samtaka um vinnslu á burðarvirki úr íslensku timbri.
Ekki er búið að ákveða heiti samtakanna en tvö nöfn hafa komið fram; Timburmenn og Burðarvirki.
Endilega sendið inn tillögur að heiti á samtökin með því að senda tölvupóst á timbur@timbur.is.