Um okkur

Hulda Halldorsdottir

Ég er eiginkona Eiríks Þorsteinssonar og hef séð um rekstur Trétækniráðgjafarinnar frá stofnun 2012 og reyndar frá því að hann hóf þessa ráðgjafarstarfsemi undir sínu eigin nafni í byrjun 1998. Við höfum bara verið tvö í þessu en notið góðrar aðstoðar fjölskyldunnar og vina þegar þarf. Við eigum góða aðila þar á hinum ýmsu sviðum, bæði varðandi allt sem viðkemur timbri og timburvinnslu, skógrækt, skipulagi, menntun, fjölmiðlun og lögfræði.

Ég hef líka séð um ýmsa aðra þætti svo sem yfirlestur og aðstoðað við þýðingar. 

Einnig sé ég um heimasíðuna og reyni að safna þar inn ýmsum fróðleik um timbur og timburvinnslu og öðru efni sem ég tel áhugavert fyrir okkar markhóp og aðra sem síðuna skoða. Við ákváðum að síðan yrði safnsíða þar sem fróðleikur safnaðist upp en ekki vera að eltast endilega við nýjungar en reyna þó að koma þeim til skila eftir hentugleika.

 

 

Hulda Halldórsdóttir