logo
- Eiríkur Þorsteinsson - Trétækniráðgjöf - www.timbur.is - eiki@timbur.is -

Verklýsing
Aftur á forsíðuna
 

MELASKÓLI - Eldvarnarhurðir í eldri byggingu - Verklýsing nr. 821

1 INNIHURÐIR
(efni, smíði, lökkun og uppsetning)

1.0 ALMENN ATRIÐI.
Verksvið.
Þessi verkþáttur nær til niðurrifs, breytinga og allan frágang við innihurðir, málningarvinnu og annars sem þarf til að fullgera verkið.
Smíða skal ný hurðarspjöld, þétta með steinullartróði undir upprunalegum körmum og fræsa fyrir nýjum reykþéttilistum í þá. Af þessur 36 hurðum eru tvær með tveimur hurðaspjöldum og ein sem er bogadregin.

Teikningar og verklýsing.
Verktaki skal kynna sér teikningar, sem og verklýsingu. Beri verklýsingu og teikningum ekki saman, skal arkitekt ákvarða, eftir hverju skal fara.

Almenn efnisgæði.
Innihurðir skal smíða samkvæmt teikningum arkitekts. Allar samsetningar skulu falla vel saman.

Öll mál fyrir hurðspjöld þarf að sannreyna á staðnum áður en smíði hefst.

Tréverk skal vera fyrsta flokks, þurrkað og rakastig 6-8%. Allur krossviður skal vera valinn, kvistalaus og sömu gerðar. Hann skal vera laus við alla kvisti, sprungur, risju, skemmdir vegna skordýra og aðra galla, spón hringskorin.

Nota skal núverandi karma og þröskulda. Aukið verður við festingar á bakvið lamir.
Dýpt á karmfalsi er mismunandi og skal verktaki taka mál á staðnum.

Verktaki kynni sé og skoði á staðnum allar hurðir. Velja skal eikarkrossviðinn sem líkastan þeim sem fyrir er. Við val á krossviðnum skal fara eftir leiðbeiningum trétækniráðgjafa sem verkkaupi viðurkennir. Til eru ljósmyndir að helstu gerðum að munstri (vígindi) eikarkrossviðar. Spónn hringskorin.

Verktaki leggi til lykla sem falla inn í höfuðlyklakerfi skólans.

Verktaki geri eina prufa af uppsettri hurð samkvæmt þessari verklýsingu til samþykktar frekari framleiðslu.

1.0.1 Innihurðir EI-CS30, H1.
Hurðarblað er u.þ.b. 90,5 x 208 sm.

Verklýsing: sjá kafla 1.0
Magntala : Stykki talin af teikningu.
Einingaverð skulu innifela allan kostnað við vinnu, efni, rýrnun og annað sem með þarf til að ljúka verkþættinum

Hurðarblöð skulu gerð úr samlímdum krossviði sem límdur er á furugrind og kantlímdur með 5mm massívri rauðri eik. Í rammaholrúm skal fylla með steinull sem hefur a.m.k 90 kg/m3 pressu (rúmþyngd).
Þykkt á hurðarblöðum skal vera um 40mm. Ytra krossviðarbyrðið skal vera úr rauðum amerískum eikarkrossviði.

Lökkun: Eikarhurðarblöðin skal lakka með glæru silkimöttu lakki. Áður en lakk er valið skulu gerðar prufur í samráði við verkkaupa og trétækniráðgjafa.

Núverandi karma og þröskulda sem upprunnanlega voru lakkaðir með cellulosulakki, skal þrífa með cellulosuþynni og endurlakka með cellulosulakki. Verktaki skal gera prufu á eina hurð i samráði við verkaupa og trétækniráðgjafa.

Endurnýja skal báða sóplista við þröskuld.

Allir eldvarnarhurðir við ganga skulu vera með sjálflokandi hurðapumpa, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

Skrár skulu vera af gerðinni Assa nr. 562 fyrir höfuðlyklakerfi (sbr skrár í nýrri byggingu)
Húnar eru úr krómuðu stáli af gerðinni Assa nr. 6640 og samsvarandi rósettur. Snerill skal vera skólastofumegin. Lamir eru þrjár á hverju hurðarblaði og skulu vera úr rýðfríu stáli. Þær komi á hurðarspjöldin eins og þær sem fyrir eru. Taka skal mál fyrir lömum á hverri hurð fyrir sig. Endanlegt val á ofannefndu skal leggja undir verkkaupa.

Setja skal hlífar úr 1mm þykku burstuðu ryðfríu stáli á allar hurðir beggja vegna samkvæmt núverandi fyrirkomulagi/teikningu, hæð þess um 12 sm. Stálið límist með epoxýlími við hurðaspjöldin og skrúfist c/c 5 sm.

Losa skal gerekti kennslustofumegin og troða steinull milli karms og veggja. Í þunnar rifur þar sem ekki er hægt að koma steinull í, skal þétta með eldvarnakítti. Vanda skal alla vinnu við að losa og festa aftur núverandi gerekti til að forðast skemmdir. Milli veggjar og hurðarkarma skal setja fleyga undir lamir og festa með skrúfum, 3 stk. í hvert hæðarstykki. Fleygar skulu falla þétt að karmi og veggum og þá skal líma.
Ef skemmdir verða á gerektum skal gera við þau á lítalausan hátt og í fullu samráði við verkkaupa

Fræsa skal fyrir og setja í brúnann sílikongúmmílista við hverja hurð í fals til að stöðva reyk-og hljóðleka og til að dempa högg.

Smiða og festa skal sóplista úr massivri rauðri eik báða megin þröskuld, samanber núverandi sóplista. Lakka skal lista þrisvar sinnum.

Hurðarpumpur skal setja upp samkvæmt fyrirmælum eftirlitsmanns eða arkitekts. Pumpur skulu vera af gerðinni "DORMA TS 83" eða sambærileg, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

1.0.2 Innihurðir EI-CS30 (með tveimur hurðaspjöldum), H2.
Hurðarblöð (tvöföld) eru u.þ.b. 74 x 204 sm.
Annað hurðarblaðið er rílað efst og neðst með búnaði sem er festur utan á hurð salarmegin. Þessi búnaður skal vera flóttaslá af gerðinni "Briton 372E" frá Asetu eða sambæranlegur.

Verklýsing: sjá hér að ofan og kafla 1.0
Magntala : Stykki talin af teikningu.
Einingaverð skulu innifela allan kostnað við vinnu, efni, rýrnun og annað sem með þarf til að ljúka verkþættinum

Annað hurðarblaðið er rílað efst og neðst með búnaði sem er festur utan á hurð salarmegin. Þessi búnaður skal vera flóttaslá af gerðinni "Briton 372E" frá Asetu eða sambæranlega.

Hurðarblöð skulu gerð úr samlímdum krossviði sem límdur er á furugrind og kantlímdur með 5mm massívri rauðri eik. Í rammaholrúm skal fylla með steinull sem hefur a.m.k 90 kg/m3 pressu (rúmþyngd).
Þykkt á hurðarblöðum skal vera um 40mm. Ytra krossviðarbyrðið skal vera úr rauðum amerískum eikarkrossviði.

Lökkun: Eikarhurðarblöðin skal lakka með glæru silkimöttu lakki. Áður en lakk er valið skulu gerðar prufur í samráði við verkkaupa og trétækniráðgjafa.

Núverandi karma og þröskulda sem upprunnanlega voru lakkaðir með cellulosulakki, skal þrífa með cellulosuþynni og endurlakka með cellulosulakki. Verktaki skal gera prufu á eina hurð i samráði við verkaupa og trétækniráðgjafa.

Endurnýja skal báða sóplista við þröskuld.

Allir eldvarnarhurðir við ganga skulu vera með sjálflokandi hurðapumpa, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

Skrár skulu vera af gerðinni Assa nr. 562 fyrir höfuðlyklakerfi (sbr skrár í nýrri byggingu)
Húnar eru úr krómuðu stáli af gerðinni Assa nr. 6640 og samsvarandi rósettur. Snerill skal vera skólastofumegin. Lamir eru þrjár á hverju hurðarblaði og skulu vera úr rýðfríu stáli. Þær komi á hurðarspjöldin eins og þær sem fyrir eru. Taka skal mál fyrir lömum á hverri hurð fyrir sig. Endanlegt val á ofannefndu skal leggja undir verkkaupa.

Setja skal hlífar úr 1mm þykku burstuðu ryðfríu stáli á allar hurðir beggja vegna samkvæmt núverandi fyrirkomulagi/teikningu, hæð þess um 12 sm. Stálið límist með epoxýlími við hurðaspjöldin og skrúfist c/c 5 sm.

Losa skal gerekti kennslustofumegin og troða steinull milli karms og veggja. Í þunnar rifur þar sem ekki er hægt að koma steinull í, skal þétta með eldvarnakítti. Vanda skal alla vinnu við að losa og festa aftur núverandi gerekti til að forðast skemmdir. Milli veggjar og hurðarkarma skal setja fleyga undir lamir og festa með skrúfum, 3 stk. í hvert hæðarstykki. Fleygar skulu falla þétt að karmi og veggum og þá skal líma.
Ef skemmdir verða á gerektum skal gera við þau á lítalausan hátt og í fullu samráði við verkkaupa

Fræsa skal fyrir og setja í brúnann sílikongúmmílista við hverja hurð í fals til að stöðva reyk-og hljóðleka og til að dempa högg.

Smiða og festa skal sóplista úr massivri rauðri eik báða megin þröskuld, samanber núverandi sóplista. Lakka skal lista þrisvar sinnum.

Hurðarpumpur skal setja upp samkvæmt fyrirmælum eftirlitsmanns eða arkitekts. Pumpur skulu vera af gerðinni "DORMA TS 83" eða sambærileg, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

1.0.3 Innihurðir EI-CS30 (bogadregið hurðaspjald), H3.
Hurðarblað (bogadregið) er u.þ.b. 80 x 208 sm.

Verklýsing: sjá kafla 1.0
Magntala : Stykki talin af teikningu.
Einingaverð skulu innifela allan kostnað við vinnu, efni, rýrnun og annað sem með þarf til að ljúka verkþættinum

Hurðarblöð skulu gerð úr samlímdum krossviði sem límdur er á furugrind og kantlímdur með 5mm massívri rauðri eik. Í rammaholrúm skal fylla með steinull sem hefur a.m.k 90 kg/m3 pressu (rúmþyngd).
Þykkt á hurðarblöðum skal vera um 40mm. Ytra krossviðarbyrðið skal vera úr rauðum amerískum eikarkrossviði.

Lökkun: Eikarhurðarblöðin skal lakka með glæru silkimöttu lakki. Áður en lakk er valið skulu gerðar prufur í samráði við verkkaupa og trétækniráðgjafa.

Núverandi karma og þröskulda sem upprunnanlega voru lakkaðir með cellulosulakki, skal þrífa með cellulosuþynni og endurlakka með cellulosulakki. Verktaki skal gera prufu á eina hurð i samráði við verkaupa og trétækniráðgjafa.

Endurnýja skal báða sóplista við þröskuld.

Allir eldvarnarhurðir við ganga skulu vera með sjálflokandi hurðapumpa, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

Skrár skulu vera af gerðinni Assa nr. 562 fyrir höfuðlyklakerfi (sbr skrár í nýrri byggingu)
Húnar eru úr krómuðu stáli af gerðinni Assa nr. 6640 og samsvarandi rósettur. Snerill skal vera skólastofumegin. Lamir eru þrjár á hverju hurðarblaði og skulu vera úr rýðfríu stáli. Þær komi á hurðarspjöldin eins og þær sem fyrir eru. Taka skal mál fyrir lömum á hverri hurð fyrir sig. Endanlegt val á ofannefndu skal leggja undir verkkaupa.

Setja skal hlífar úr 1mm þykku burstuðu ryðfríu stáli á allar hurðir beggja vegna samkvæmt núverandi fyrirkomulagi/teikningu, hæð þess um 12 sm. Stálið límist með epoxýlími við hurðaspjöldin og skrúfist c/c 5 sm.

Losa skal gerekti kennslustofumegin og troða steinull milli karms og veggja. Í þunnar rifur þar sem ekki er hægt að koma steinull í, skal þétta með eldvarnakítti. Vanda skal alla vinnu við að losa og festa aftur núverandi gerekti til að forðast skemmdir. Milli veggjar og hurðarkarma skal setja fleyga undir lamir og festa með skrúfum, 3 stk. í hvert hæðarstykki. Fleygar skulu falla þétt að karmi og veggum og þá skal líma.
Ef skemmdir verða á gerektum skal gera við þau á lítalausan hátt og í fullu samráði við verkkaupa

Fræsa skal fyrir og setja í brúnann sílikongúmmílista við hverja hurð í fals til að stöðva reyk-og hljóðleka og til að dempa högg.

Smiða og festa skal sóplista úr massivri rauðri eik báða megin þröskuld, samanber núverandi sóplista. Lakka skal lista þrisvar sinnum.

Hurðarpumpur skal setja upp samkvæmt fyrirmælum eftirlitsmanns eða arkitekts. Pumpur skulu vera af gerðinni "DORMA TS 83" eða sambærileg, er hæfir þyngd hurðar. Gerð pumpu skal leggja undir verkkaupa.

1.0.4 Lökkun á körmum og gerektum.

Þar sem hvítmálaðar hurðir eru núna á 1.hæð, skal gera við gerekti og karm og viðgerðin síðan grunnuð vandlega (gerekti og karma eru einungis hvítmálaðir herbergismegin). Síðan skal lakka gerekti með hvítu olíulakki í háglansáferð a.m.k. 2 umferðir. Áferð skal vera sem líkust þeirri sem fyrir er á núverandi gerektum (pensiláferð), þannig að sýnilegur munur verði sem minnstur. Hér koma annars ný eikarhurðarspjöld eins og annars staðar.

 

 

Endursmíði
Myndir
Teikningar
Verkskipting