- Eiríkur Þorsteinsson - Trétækniráðgjöf - www.timbur.is - eiki@timbur.is -

Krossviður
 
Krossviður í innihurðum
Spónninn í krossviðnum í innihurðum Melaskóla er úr hringskornum eikarspæni og var hann framleiddur í Bandaríkjunum.
Ýmist er spónninn í krossviðnum rauðeik eða hvíteik, en þessum tveimur viðartegundum var oft blandað saman í krossviðsframleiðslu áður fyrr.

Hringskorinn spónn - Framleiðsla
Hringskorinn spónn er algengasta gerðin af spæni sem er notaður í dag í krossvið fyrir burðarvirki og er hann þá oftast úr viði eins og t.d. furu, oregon pine eða birki.

Fyrir um það bil 50 - 60 árum síðan var hringskorinn spónn mest notaður til framleiðslu á krossviði, hvort sem verið var að framleiða krossvið fyrir burðarvirki eða til nota sem skrautklæðningu.

Bolurinn er settur í bekk og snúið um miðju sína og spónninn skrællaður eins og mynd 1 sýnir. Spæninum er síðan rúllað út á borð þar sem hann er skorinn í réttar breiddir og skemmdir skornar frá og kvistir sponsaðir.

Mynd 1. Hringskorinn spónn

Algengustu klæðningar og viðartegundir
Byggingar sem voru byggðar fyrir um það bil 50 til 60 árum, voru oft klæddar með krossviði eða harðviði. Algengustu viðartegundir á þeim tíma voru t.d. eik, mahogany, beyki og birki og var þessi harðviður eða krossviður úr þessum harðviði þá í flestum tilfellum litaður með vatnsbæsi og lakkaður.

Yfirborðsmeðhöndlun
Yfirborðsmeðhöndlun var yfirleitt þannig að viðurinn var fínpússaður, síðan var hann vatnsborinn og pússaður aftur með finum sandpappír. Hvort sem krossviðurinn var litaður eða ekki var borinn á hann grunnur sem var póletúr, og var hann svo slípaður þegar hann hafði þornað. Að endingu var krossviðurinn lakkaður með sellulósulakki og voru umferðirnar mismargar eftir því hver fyllingin átti að vera eða hvort flöturinn yrði póleraður, en milli umferða var lakkið skafið með sikklingi.

Innkaup á krossviði
BYKO sá um að kaupa krossviðinn frá Kanada, og kom hann frá neðanskráðum framleiðanda og var varan merkt "Red Oak - Plywood -Rotary Cut 1/4" 8'x4' A-2 VC"

Breton Distributors Ltd.
516 Keltic Drive
P.O. Box 1074
Sydney
Nova Scotia
Canada