|
Styrkflokkun timburs - Visual Stress Grading of Timber Styrkflokkað timbur er flokkað
samkvæmt tveimur stöðlum sem eru skilgreindir í
IST DS 413, Reglur um styrkflokkun var að finna í staðlinum ÍST DS 413, 4. útgáfu, 4. upplagi frá 1989. Þær reglur giltu til ársins 1999, en um sumarið 1998 kom útgáfa 5 af ÍST DS 413, en samkvæmt honum skal timbur flokkað eftir DS 483, sem er byggður á samnorræna staðlinum ÍST INSTA 142. Staðlar á Norðurlöndum sem fjölluðu um styrkflokkun hafa verið misvísandi á milli landa hvað varðar einstaka einkenni í timbri, en þetta hefur verið samræmt með útgáfu á staðlinum ÍST INSTA 142. Á síðunni Merkingar er fjallað um hvernig á að merkja styrkflokkað timbur. Á síðunni Eftirlit er fjallað um fyrirkomulag eftirlitsins með fyrirtækjunum og hvernig samningurinn sem fyrirtækin gera við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er. Á síðunni "Samstarfsfyrirtæki" er listi yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast viðurkenningu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í styrkflokkun á timbri.
|
|
Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða athugasemdir við þessa vefsíðu til timbur@timbur.is |